Brynhildur S. Björnsdóttir
Stjórnarformaður & meðeigandi
Gæði, öryggi og áreiðanleiki
Viðskiptavinaánægja
Ytri og innri markaðsmál
GG Módelið
Þjálfun
Brynhildur starfaði sem framkvæmdastjóri GG á árunum 2014-2019. Hún er með BA gráðu í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði og M.S.c. í stefnumiðaðri stjórnun. Þá sótti hún nám í Harvard Business School frá 2018 - 2023 í “Owner President Management”.
Brynhildur hefur komið víða víð í eigin rekstri og hjá hinu opinbera. Hún var sitjandi varaþingmaður á árunum 2013-2016 og stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands á árunum 2017-2021. Þá hefur hún setið í stjórnum annarra félaga.
Brynhildur er sérlegur áhugamaður excel skjala og finnst fátt skemmtilegra en að litakóða þau. Heimilið hennar er líka nokkuð litakóðað og enginn hlutur í sama lit. Enda lífið svo miklu skemmtilegra í lit!