Jafnlaunastefna
Tilgangur og markmið
GG verk hefur það að markmiði að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði er virt í hvívetna og allt starfsfólk hefur jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þróa hæfileika sína. Jafnlaunastefna GG Verk ehf byggir á jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Tilgangur og markmið jafnlaunastefnu GG Verk ehf er að stuðla að jafnrétti alls starfsfólks og að fylgja þeirri meginreglu að starfsfólki af öllum kynjum sé greitt jöfn laun og að það njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.
Fjármálastjóri er ábyrgur fyrir stöðugum umbótum á jafnlaunakerfi fyrirtækisins ásamt eftirliti með jafnlaunastefnunni. Það er svo á ábyrgð stjórnenda að framfylgja stefnunni og tryggja að fyllsta jafnréttis sé gætt við launaákvarðanir.
Umfang
Stefnan og jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks GG Verks ehf.
Starfræksla
Til að framfylgja stefnunni skuldbindur GG verk sig til að:
- Starfrækja og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðals
- Framkvæma reglubundnar innri úttektir og launagreiningar
- Framkvæma rýni stjórnenda að lágmarki árlega þar sem m.a. eru tekin fyrir markmið og áætlanir varðandi jafnlaunakerfið
- Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum er við koma jafnlaunakerfinu
- Bregðast við athugasemdum og stuðla að stöðugum umbótum á jafnlaunakerfinu
- Gera jafnlaunastefnu þessa aðgengilega almenningi og kynna öllu starfsfólki