Þuríður Sóley Sigurðardóttir
Mannauðs- og launasérfræðingur
Ráðning, móttaka og nýliðun
Launavinnsla
Þjálfun og fræðsla
Innri samskipti
Frammistaða og hæfni
Starfsánægja
Þuríður (sem er alltaf kölluð Þura) sér til þess að við séum örugglega alltaf að setja fólk í fyrsta sæti. Þura er með B.A. próf í ensku og M.A. í ritlist frá Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hún starfað sem Rekstrarstjóri Klifurhússins
Við teljum okkur vera ótrúlega lánsöm að hafa fengið Þuru til liðs við okkur, enda býr hún yfir ómetanlegri reynslu í rekstri og mannauðsmálum. Ráðning hennar er mikilvægur liður í því að við getum haldið áfram að setja fólk í fyrsta sæti og viðhaldið jákvæðri og árangursríkri fyrirtækjamenningu, í ört vaxandi fyrirtæki.
Þura er algjör klifurköttur, enda stundað klifur í mörg ár. Eins erum við viss um að reynsla af því að stýra íþróttafélagi muni mögulega efla íþróttaandann í GG fjölskyldunni!