Daníel Sæmundsson
Tæknimaður
Burðarþolsverkfræðingur
Rýni, samræming og greining á hönnunargögnum
Magntaka og samræming á magntöku verkefna
Útboðs og tilboðsgerð
Tæknilegur stuðningur
Greiningar og áætlanir
Eftirlit og eftirfylgni
Daníel er MSc. í burðarþolsverkfræði og hefur starfað sem burðarþolshönnuður hjá Verkís verkfræðistofu frá útskrift árið 2021 úr Chalmers Háskóla í Gautaborg, Svíþjóð. Þá er hann einnig með B.Sc. gráðu úr Háskóla Íslands í Umhverfis- og byggingarverkfræði.
Áður en Daníel fór að mennta sig í verkfræði og meðfram námi vann hann hjá Rafholti sem aðstoðarmaður raflagnameistara.
Fyrir utan einskæran áhuga á burðarvirkjum þá eru hans helstu áhugamál fót- og körfubolti. Enda útskrifaðist hann af íþróttabraut FB árið 2013. Ef einhver hefur mikinn áhuga á “reiknilegri aflfræði” þá má til gamans geta að hann var aðstoðarkennari í henni og “samfelldar aflfræði” við Háskóla Íslands. Hvað sem það nú er!