Hringur Pálsson
Verkefnastjóri innkaupa og eignaumsjónar
Miðlæg innkaup
Innkaupaáætlanir
Innkaup á tíma og innan kostnaðaráætlunar
Undiverktakar og birgjar
Eignaumsjón, lager og flutningar
Hringur er með B.Sc. Í vörustjórnun (Logistics) frá Tækniháskóla Íslands. Hann hefur yfir 15 ára starfsreynslu af innkaupum, stýringu á aðföngum og samningagerð.
Hann hefur m.a. starfað við innkaup og aðfangastýringu hjá Múrbúðinni, Ásbirni Ólafssyni ehf og Distica ehf og Össuri ehf. Hjá Distica ehf vann hann einnig við ferlagerð og gerð gæðaleiðbeininga ásamt innkaupum og vörustjórnun.
Hringur kallar ekki allt ömmu sína, enda var hann lengi á sjónum og er m.a. með Skipstjórnarpróf 2. Hann er líka mikill áhugamaður um stangveiði og skotveiði og við bindum því miklar vonir við allskyns matargjafir frá honum!