Leila Raza van Veen
Gæða- og öryggisstjóri/QHSE manager
Innra- og ytra öryggiseftirlit
Innra- og ytra gæðaeftirlit
Gæðamarkmið og umbætur
Áhættu-, öryggis- og heilbrigðismat
Öryggis- og gæðafræðsla
Leila sér til þess að við séum örugglega alltaf að setja öryggi fólks í fyrsta sæti og að við sýnum jafnframt fyrirhyggju í öllu sem við gerum.
Leila kemur til okkar frá Noregi og er með meistaragráðu í HSE (heilsu, öryggis og umhverfisverkfræði) en grunnmenntun hennar er í hjúkrun.
Leila hefur víðtæka reynslu af gæða- og öryggisstýringu í Noregi, þar sem hún vann m.a. lengi vel við gæða- og öryggisstýringu í olíugeiranum í Stafangri.
Undanfarin ár hefur hún starfað sem Gæða- og öryggisstjóri bæjarfélagsins Strand í Noregi, þar sem hún hefur stýrt gæðum og öryggi í 39 skipulagsheildum, allt frá heilbrigðisstofnunum til infrastrúktúrs og skipulagsmála.
Við sóttum Leilu sérstaklega til Noregs, þar sem við teljum að það umhverfi sé til fyrirmyndar í öryggismálum. Það er líka þangað sem við stefnum í öryggismálum... á toppinn.
Enda ekkert mikilvægara en að tryggja öryggi allra á vinnustöðum okkar. Þar sem fólk er sett í fyrsta sæti. Alltaf.
Heyrst hefur að Leila kunni öll Bollywood lög og myndir utan að. Og er fljót að taka yfir alla playlista í partýum.