M Ijaz Sulehria
Staðarstjóri
Framleiðsla
Skil á tíma og innan kostnaðaráætlunar
Mannauður
Gæði & öryggi
Ijaz er hokinn af reynslu í verkefna- og staðarstjórnun. Hann er verkfræðingur að mennt og hefur m.a. stýrt gríðarlega stórum verkefnum í Mið-Austurlöndum. Þar með talið hjá Alfanar Group, sem vinnur nú að uppbyggingu sjálfbæru borgarinnar í NEOM í S-Arabíu.
Ijaz hefur líka starfað sjálfstætt í Pakistan og á Íslandi við uppbyggingu á ýmsum mannvirkjum af allri stærðargráðu. Stærsta verkefnið sem hann hefur stýrt er án efa verkefnastýring á “Alfanar Industrial City” sem er 700.00 m2 borg sem var byggð af Alfanar Group í Riyadh og samanstendur af ýmiskonar verksmiðjum, gagnaverum og íbúðarbyggingum fyrir þúsundir manns.
Fyrir utan áhuga Ijaz á öllu sem varðar mannvirkjagerð og tækni, þá er hann víst annálaður krikketspilari og unir sér best við garðyrkju.