Uppbygging íþróttamiðstöðvar hafin fyrir golfklúbb Garðabæjar og Kópavogs!

Skrifað hefur verið undir samning við golfklúbb Garðabæjar og Kópavogs (GKG) um byggingu á nýrri miðstöð fyrir kylfinga í Garðabæ! GG Verk mun sjá um byggingaframkvæmdir, VSÓ ráðgjöf um eftirlit og byggingastjórn, ASK arkitetar eru arkitektar miðstöðvarinnar en verkfræðihönnun í höndum Mannvits. Valinn maður í hverju rúmi!

Byggingin er alls um 1400 m² þar sem afgreiðsla, Proshop verslun, skrifstofur klúbbsins ásamt veitingasölu verða á efri hæð en búningsherbergi, kennslu- og æfingaaðstaða á neðri hæð. Eintóm gleði á sérhverjum fermetra!  

Aðkoma miðstöðvarinnar

Aðkoma miðstöðvarinnar

Miðstöðin séð frá 18. holu

Miðstöðin séð frá 18. holu

Miðstöðin séð frá norðri

Miðstöðin séð frá norðri

Um leið höfum við fengið nýjan liðsmann í GG teymið en það er Pétur Bragason - sem kemur til með að sinna verkefnastjórnun verksins. Hann ólst upp sem lærlingur hjá föður sínum í húsasmíði og er húsasmiður af þriðju kynslóð - rétt eins og eigendur GG Verk. Þá er hann lærður húsasmíðameistari, byggingastjóri og með M.Sc. próf í byggingaverkfræði. Þá hefur hann starfað sem skipulags- og byggingafulltrúi Grindavíkurbæjar, sem verkefnastjóri og verkfræðingur í ótal byggingaframkvæmdum.

Okkur hlakka mikið til samstarfsins og bjóðum Pétur sérstaklega velkominn í teymið okkar!

Áfram gæðaveginn!