Minnkum sóun með straumlínustjórnun!
Síðasta ár hefur farið í algera umbreytingu á umgjörð og innviðum starfseminnar okkar. Í byrjun árs hófum við innleiðingu á ISO gæðavottun - sem við sjáum nú fyrir endann á bráðlega. Hluti af því er að innleiða þá hugsun að leita sífellt leiða til að gera betur. Auka virði sem skilar sér til viðskiptavina og starfsmanna en um leið minnka alla sóun. Við fengum því Dr. Þórð Víking Friðgeirsson til að gera allsherjar rekstrarúttekt á fyrirtækinu í þeim tilgangi að minnka sóun með straumlínustjórnun (e.lean management).
Dagurinn í dag fór í hugarflugsfund með lykilstjórnendum GG og Þórði...ótrúlega fróðlegur og skemmtilegur dagur. Bíðum spennt eftir útkomunni og ekki síður árangrinum!
Áfram menntaveginn!