GG Verk nær öllum gæðamarkmiðum ársins!

Með innleiðingu ISO9001 gæðakerfisins fórum við að mæla árleg gæðamarkmið félagsins á borð við viðskiptavina- og starfsánægju, tíðni öryggisfrávika, skil verka á umsömdum tíma, fjárhagsleg markmið, símenntun starfsfólks ofl. 

Nú þegar ár er liðið frá gæðavottun er ljóst að við náðum öllum okkar markmiðum. Þar að auki hafa flestallar mælingar batnað til muna á þessu fyrsta ári eftir að gæðakerfið var vottað. Við erum t.a.m. stolt af því að viðskiptavinaánægja hefur aukist verulega, enda höfum við t.a.m. staðið 100% við öll tímaviðmið á skilum verka - innan kostnaðaráætlunar.

En það er ALLTAF hægt að gera betur! Um það snýst þetta allt saman. Setja okkur hærri markmið og finna leiðir saman til að ná þeim. Að því tilefni fóru allir verkefna-, verk- og hópstjórar í stefnumótunardag föstudaginn 2. sept sl. í glæsilegum húsakynnum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Enda viðeigandi, þar sem GG byggði það fyrir klúbbinn á árinu, við mikla ánægju verkkaupa.

Það er mikið framundan á komandi ári hjá GG og því mikilvægt að mannauðinum okkar líði sem allra best í starfi. Við tókum því ákvörðun um að fókusera sérstaklega á starfsánægju á árinu og frammistöðu.

Að því tilefni eyddum við deginum í að leita lausna með stjórnendateyminu okkar til að ná þeim markmiðum. Enda er mannauðurinn okkar fjársjóður.

Myndir dagsins tala sínu máli!

Helgi, yfirmaður framkvæmda og Gunnar, gæðastjóri, fara yfir stöðu verka í vinnslu og verkefnastöðu framundan

Helgi, yfirmaður framkvæmda og Gunnar, gæðastjóri, fara yfir stöðu verka í vinnslu og verkefnastöðu framundan

Hópstjórarnir þeir Ingi Valur og Helgi Gísli í verkefnavinnu

Hópstjórarnir þeir Ingi Valur og Helgi Gísli í verkefnavinnu

Ómar og Gunnar velta fyrir sér leiðum að aukinni starfsánægju

Ómar og Gunnar velta fyrir sér leiðum að aukinni starfsánægju

Sumir hópar nýttu sér góða veðrið í verkefnavinnuna

Sumir hópar nýttu sér góða veðrið í verkefnavinnuna

Hópur 1 undirbýr kynningu á sínum niðurstöðum

Hópur 1 undirbýr kynningu á sínum niðurstöðum

Halldór verkstjóri kynnir niðurstöður síns hóps

Halldór verkstjóri kynnir niðurstöður síns hóps

Verkefnin voru af ýmsum toga - en snéru öll að því að finna út úr því saman hvernig við gætum aukið starfsánægju og frammistöðu okkar allra

Verkefnin voru af ýmsum toga - en snéru öll að því að finna út úr því saman hvernig við gætum aukið starfsánægju og frammistöðu okkar allra

Mikið spáð og spekúlerað í verkefnunum

Mikið spáð og spekúlerað í verkefnunum

Hópurinn hans Ómars kynnti frábærar hugmyndir

Hópurinn hans Ómars kynnti frábærar hugmyndir

Frábær dagur að baki...nú er að bretta upp ermar og innleiða allar þær frábæru hugmyndir sem fæddust á þessum degi. Þetta verður frábært ár!

Frábær dagur að baki...nú er að bretta upp ermar og innleiða allar þær frábæru hugmyndir sem fæddust á þessum degi. Þetta verður frábært ár!