Ferdinand Hansen ráðinn til GG Verks!

FERD.jpg

Ferdinand Hansen hefur verið ráðinn gæða- og öryggisstjóri GG. Hann lætur um leið af störfum sem gæða- og verkefnastjóri hjá Samtökum iðnaðarins en þar hefur hann starfað frá árinu 1999. Í því starfi hefur hann sett upp, kennt og aðstoðað við viðhald og sérlausnir á hundruðum gæðakerfa verktaka, framleiðanda og þjónustuaðila. 

Ferdinand lauk gráðu í framleiðslufræði frá Skive Tekniske Skole og hefur réttindi sem húsasmíðameistari og byggingastjóri. Áður en hann hóf störf hjá SI starfaði Ferdinand m.a. sem framkvæmdastjóri Trésmiðju Björns Ólafssonar og verksmiðju- og framleiðslustjóri BÓ-Ramma (síðar BYKO).

Þá ættu nemendur í HR, Tækniskólanum og IÐUNNI fræðslusetri að þekkja vel til Ferdinands en hann hefur verið leiðbeinandi þar um áraskeið, m.a. í öryggis- og gæðastjórnun iðnmeistara og byggingastjóra.