Ásthildur Helgadóttir stýrir framkvæmdum á nýrri íþróttamiðstöð FRAM fyrir GG Verk!
Fyrrum fyrirliði íslenska landsliði kvenna í knattspyrnu - Ásthildur Helgadóttir, hefur gengið til liðs við GG Verk og mun verkefnastýra framkvæmdum fyrir Reykjavíkurborg á nýrri íþróttamiðstöð FRAM í Úlfársdal. Ásthildur er M.Sc. byggingarverkfræðingur að mennt - með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði stýringar í mannvirkjagerð á Íslandi og Svíþjóð. Framkvæmdir munu uppfylla BREEAM umhverfisvottun en Ásthildur hefur einmitt reynslu af verkefnum með slíka vottun - sem er ætlað að draga úr umhverfisáhrifum bygginga allt frá hönnun, byggingu og rekstrar þeirra.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, tók nýverið fyrstu skóflustungu að nýju íþróttamiðstöðinni, ásamt ungum FRAM iðkendum. Framkvæmdir hafa nú þegar hafist en áætluð verklok eru 2022. Hér má sjá frétt og nánari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar.