GG byggir 42 íbúðir fyrir Búseta í Laugarnesinu

Í dag undirritaði GG samning við Búseta um að byggja 42 íbúða fjölbýli á Laugarnesreit við gamla Íslandsbankahúsið. Framkvæmdir eru að hefjast og verður fyrsta skóflustunga tekin á morgun, 19. október.

Neðri röð t.v.: Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta og Helgi Gunnarsson, framkvæmdastjóri GG Verks.

Efri röð ftv.: Erla Símonardóttir, fjármálastjóri Búseta, Hlynur Örn Björgvinsson, verkefnastjóri byggingaframkvæmda Búseta, Rúnar Ólafsson, framkvæmdastjóri byggingasviðs GG Verks.

Um er að ræða tvískipta byggingu með bílakjallara. Húsin verða staðsteypt og klædd að utan. Íbúðirnar eru fjölbreyttar að stærð og gerð, 2ja til fimm herbergja, allt frá 60 m² til rúmlega 140 m² að stærð.

Framhlið fjölbýlisins

Bakhlið

Við erum stoltir samstarfsaðílar Búseta en þetta er þriðja byggingaverkefnið sem GG byggir fyrir Búseta frá árinu 2014.