Undirrituðum samning um stækkun Fjarðar!
Á næstu dögum hefjum við uppbyggingu á stækkun Fjarðar. Sjá umfjöllun í Fjarðarpóstinum hér.
Uppbyggingaráform í hjarta Hafnafjarðar munu efla miðbæinn til muna. Fjörður verður ekki einungis verslunarmiðstöð heldur áfangastaður þar sem fólk hefur möguleika á því að hittast og nýta sér þá margvíslegu þjónustu sem verður í boði.
„Viðbyggingin er um 9.000 m² sem samanstendur af verslunarrýmum, þekkingarsetri/nútímalegu bókasafni hótelíbúðum og 31 lúxusíbúðum, ásamt bílakjallara. Við þessa stækkun verður kjarninn þá um 18.000 m²,” segir Guðmundur Bjarni Harðarson framkvæmdastjóri 220 Fjarðar.
„Við hjá GG verk erum mjög spennt að hefja framkvæmdir á þessari glæsilegu viðbyggingu við Fjörð. Við teljum þessa byggingu eiga eftir að efla og styrkja miðbæinn enn frekar og vera góð viðbót við iðandi mannlíf Strandgötunnar. Við þekkjum líka miðbæinn ágætlega þar sem við erum að ljúka framkvæmdum á Dvergsreitnum í júní og þetta verkefni verður skemmtilegt framhald af því. Við hlökkum til að byrja!,“ segir Helgi Gunnarsson, framkvæmdastjóri GG verks ehf.