Höfðinginn Gunnar Gunnarsson er fallinn frá

Gunnar Gunnarsson, húsasmíðameistari og guðfaðir GG Verk lést í faðmi fjölskyldunnar 11. mars sl. Hans verður óendanlega sárt saknað.

Gunnar var faðir Helga og Gunnars, stofnenda GG Verk. Hann var þeim stórkostlegur faðir en ekki síður lærifaðir í faginu frá blautu barnsbeini.

Eftir hann liggja ófá mannvirki um land allt, en hann var þekktur fyrir vandvirkni og hreina listasmíði. Hans einkunnarorð voru ávallt að “skilja eftir sig gott verk” og það veit Guð að hann gerði.

Feðgarnir Gunnar , Gunnar og Helgi á góðri stund

Gunnar verður jarðsunginn föstudaginn 22. mars nk. í Digraneskirkju, kl.13.

Mikið óskaplega sem við munum sakna glettninnar hans, hlýju og þekkingar.

Með hlýju, söknuð og hjartans þökkum fyrir allt og allt.

GG fjölskyldan