Framkvæmdir á Íþróttamistöð FRAM á fullri ferð!

GG Verk vinnur nú nótt sem nýtan dag að því að byggja nýja og stórglæsilega íþróttamiðstöð FRAM sem verður miðstöð mennta, menningar og íþrótta í Úlfársdal.

Allar framkvæmdirnar eru í umhverfisvottuðu ferli samkvæmt BREEAM vottunarkerfi, sem metur visthæfi bygginga. Áætluð verklok eru 2022.

Íþróttamiðstöðin verður stórglæsileg og mun m.a. hýsa fullbúna handboltahöll með keppnisvelli og áhorfendapöllum fyrir allt að 1.300 manns. Vellinum má skipta upp í tvo handboltavelli í fullri stærð.

Eins og sjá má var það stór áfangi hjá okkur í dag þegar fyrsta þaksperran fór upp í höllina!

Handboltahöllin byrjuð að taka á sig mynd

Handboltahöllin byrjuð að taka á sig mynd

Íþróttahús með einum keppnishandboltavelli. Með því að draga stúkurnar til hliðar verður hægt að koma fyrir tveimur handboltavöllum í fullri stærð

Íþróttahús með einum keppnishandboltavelli. Með því að draga stúkurnar til hliðar verður hægt að koma fyrir tveimur handboltavöllum í fullri stærð

Þar verður einnig glæsiegur gervigrasvöllur, með stúku sem rýmir 1.600 áhorfendur, ásamt grasæfingarvöllum.

Capture.JPG
Stúkusætin byrjuð að raðast upp

Stúkusætin byrjuð að raðast upp

Helgi Gunnarsson, stoltur Framari, eigandi og framkvæmdastjóri GG ásamt verkstjóranum Bjarna Bragasyni að virða fyrir sér dýrðina.

Helgi Gunnarsson, stoltur Framari, eigandi og framkvæmdastjóri GG ásamt verkstjóranum Bjarna Bragasyni að virða fyrir sér dýrðina.

IMG_7044.jpg

Þá verður mikið lagt upp úr félagsrýmum íþróttahússins þar sem verða fjölbreyttir salir á öllum hæðum hússins. Má þar nefna samkomusal með eldhúsi og þaksvölum ásamt fjölnotasölum með útsýni yfir keppnisvelli og fyrirlestrasal. Svo ekki sé talað um stórglæsileg búningsrými.

IMG_7007.jpg

Þessi glæsilega framkvæmd Reykjavíkurborgar markar mikil tímamót fyrir Framara og íbúa í Úlfársdal og verður stórkostleg viðbót í hverfið og Borgina fyrir unga sem aldna. Við hjá GG erum sannanlega stolt af því að fá að vera með í þeim tímamótum.

Torg utan við íþróttahúsið

Torg utan við íþróttahúsið

Hafist handa við klæðningu hússins

Hafist handa við klæðningu hússins

Stoltur eigandi og stjórnarformaður GG, Brynhildur S. Björnsdóttir (stunduð kölluð “Gyða Sól”)  og konan á bak við myndavélina sá sér leik á borði og tróð sér á eina selfie eftir vel heppnaða sýningarferð.

Stoltur eigandi og stjórnarformaður GG, Brynhildur S. Björnsdóttir (stunduð kölluð “Gyða Sól”) og konan á bak við myndavélina sá sér leik á borði og tróð sér á eina selfie eftir vel heppnaða sýningarferð.

(á)FRAM með smjörið!